Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Atli Ísleifsson skrifar
Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins ákvað hins vegar að vísa deilu sinni við atvinnurekendur ekki til ríkissáttasemjara eftir fund deiluaðila í dag. Haldið verður áfram að fjalla um kjaramálin í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig er rætt við sérfræðing Eflingar í skattamálum sem segir stjórnvöld ógna verkalýðshreyfingunni með tillögum sínum í skattamálum enda ætli þau sömu lágu krónutöluna í skattalækkunum í stað þess að lækka skatta mest á lægst launuðu hópana.

Við fjöllum áfram um kílómetrastöðu bíla en Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem geta ekki veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga.

Þetta ásamt öðrum fréttum dagsins í fréttatímanum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×