Handbolti

Björgvin og Óðinn með stórleiki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Björgvin Páll Gústavsson fagnar eftir að hafa varið víti á HM 2019.
Björgvin Páll Gústavsson fagnar eftir að hafa varið víti á HM 2019. Getty/TF-Images
Björgvin Páll átti frábæran leik í marki Skjern sem vann öruggan sigur á Sönderjyske í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Björgvin var með 50 prósenta markvörslu, varði 12 af þeim 24 boltum sem á hann komu. Þar á meðal var eitt varið vítaskot.

Sigur Skjern var mjög öruggur, þegar upp var staðið lauk leiknum með 35-25 sigri eftir að heimamenn voru 21-13 yfir í hálfleik.

Tandri Már Konráðsson var ekki með Skjern í leiknum vegna meiðsla. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði þrjú mörk fyrir Sönderjyske.

Óðinn Þór Ríkharðsson fór einnig á kostum í liði GOG sem vann Kolding. Óðinn skoraði 10 mörk í 11 skotum í 33-26 sigri GOG.

Óðinn var markahæstur á vellinum en honum næst kom Emil Jakobsen sem skoraði átta mörk fyrir heimamenn í GOG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×