Handbolti

Fimmtán íslensk mörk í sigri Kristianstad

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafur í leik með Kristianstad.
Ólafur í leik með Kristianstad. vísir/getty
Kristianstad vann stórsigur á Alingsås í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þar sem íslensku skytturnar áttu mjög góðan leik.

Ólafur Andrés Guðmundsson fór fyrir sænsku meisturunum í markaskorun með sjö mörk. Teitur Örn Einarsson bætti fjórum mörkum við líkt og Arnar Freyr Arnarsson.

Kristianstad vann 32-25 sigur eftir að hafa verið 15-13 yfir í hálfleik.

Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Sävehof töpuðu naumlega 28-29 á heimavelli gegn Redbergslids.

Ágúst Elí varði aðeins fimm skot í leiknum og var með undir þrjátíu prósenta vörslu.

Í norsku úrvalsdeildinni skoraði Óskar Ólafsson þrjú mörk fyrir Drammen sem vann 28-26 sigur á Kolstad. Drammen er einu stigi á eftir Elverum á toppnum en Elverum á þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×