Staðan flókin og hljóðið þungt í verkalýðshreyfingunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 21:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. Það sé eðli prógressívra skattkerfa að það sem gert sé fyrir neðsta hópinn skili sér upp skalann. Fbl/stefán Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að staðan í kjaraviðræðunum sé flókin og hljóðið þungt í verkalýðshreyfingunni. Þetta sagði hún í Kastljósi á RÚV í kvöld. Hún sagði að viðbrögð verkalýðsforystunnar við skattkerfisbreytingarútspili stjórnvalda hefðu ekki komið sér á óvart. „Það hefur verið þungt hljóð í verkalýðshreyfingunni og ekki síst Eflingu, í raun og veru í heilt ár, þannig að það kemur í raun og veru ekki á óvart.“ Katrín segist hafa fullan skilning á því ef verkalýðsfélögin fjögur, sem eru í samfloti, fari í verkfallsaðgerðir en hún bendir á að innlegg ríkisstjórnarinnar í yfirstandandi kjaraviðræðum sé afrakstur samtala við aðila vinnumarkaðarins. „Jájá, við skulum segja það að tillögum okkar var ekki tekið fagnandi. Það er alveg rétt en við þurfum samt að horfa á það hvað við höfum verið að ræða við verkalýðshreyfinguna því það sem við vorum að ræða í gær er allt afrakstur samtala okkar við aðila vinnumarkaðarins sem hefur staðið yfir í heilt ár. “ Katrín segir að breytingarnar sem stjórnvöld hafa ráðist í séu réttlátar og góðar. Þau hafi ráðist í átak í húsnæðismálum, hækkað hækkað bætur og breytt skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. „Í gær kynntum við líka fyrirætlanir okkar um að fara í það að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf. Það er auðvitað risastórt hagsmunamál ekki síst fyrir ungt fjölskyldufólk og það snýst ekki bara um það að skapa fólki betri lífskjör og aukinn tíma með sínum börnum, sem er auðvitað mjög stórt umbótamál í samfélaginu, heldur líka að draga úr kostnaði við daggæslu og annað slíkt sem auðvitað hvílir þungt á ungu fjölskyldufólki.“ Katrín segir að hlutverk stjórnvalda sé að hlusta á verkalýðshreyfinguna og vinna að umbótum en bendir á að ríkisstjórnin sitji ekki við samningaborðið. Aðspurð hvort fyrirhugaðar skattabreytingar séu síðasta boð segist Katrín enn eiga eftir að ræða fleiri tillögur á borð við aukinn stuðning við fyrstu fasteignakaup, vaxtarstig og verðtryggingu. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Katrín segir aðgerðir koma barnafólki á lægstu launum vel Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. 19. febrúar 2019 20:02 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að staðan í kjaraviðræðunum sé flókin og hljóðið þungt í verkalýðshreyfingunni. Þetta sagði hún í Kastljósi á RÚV í kvöld. Hún sagði að viðbrögð verkalýðsforystunnar við skattkerfisbreytingarútspili stjórnvalda hefðu ekki komið sér á óvart. „Það hefur verið þungt hljóð í verkalýðshreyfingunni og ekki síst Eflingu, í raun og veru í heilt ár, þannig að það kemur í raun og veru ekki á óvart.“ Katrín segist hafa fullan skilning á því ef verkalýðsfélögin fjögur, sem eru í samfloti, fari í verkfallsaðgerðir en hún bendir á að innlegg ríkisstjórnarinnar í yfirstandandi kjaraviðræðum sé afrakstur samtala við aðila vinnumarkaðarins. „Jájá, við skulum segja það að tillögum okkar var ekki tekið fagnandi. Það er alveg rétt en við þurfum samt að horfa á það hvað við höfum verið að ræða við verkalýðshreyfinguna því það sem við vorum að ræða í gær er allt afrakstur samtala okkar við aðila vinnumarkaðarins sem hefur staðið yfir í heilt ár. “ Katrín segir að breytingarnar sem stjórnvöld hafa ráðist í séu réttlátar og góðar. Þau hafi ráðist í átak í húsnæðismálum, hækkað hækkað bætur og breytt skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. „Í gær kynntum við líka fyrirætlanir okkar um að fara í það að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf. Það er auðvitað risastórt hagsmunamál ekki síst fyrir ungt fjölskyldufólk og það snýst ekki bara um það að skapa fólki betri lífskjör og aukinn tíma með sínum börnum, sem er auðvitað mjög stórt umbótamál í samfélaginu, heldur líka að draga úr kostnaði við daggæslu og annað slíkt sem auðvitað hvílir þungt á ungu fjölskyldufólki.“ Katrín segir að hlutverk stjórnvalda sé að hlusta á verkalýðshreyfinguna og vinna að umbótum en bendir á að ríkisstjórnin sitji ekki við samningaborðið. Aðspurð hvort fyrirhugaðar skattabreytingar séu síðasta boð segist Katrín enn eiga eftir að ræða fleiri tillögur á borð við aukinn stuðning við fyrstu fasteignakaup, vaxtarstig og verðtryggingu.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Katrín segir aðgerðir koma barnafólki á lægstu launum vel Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. 19. febrúar 2019 20:02 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
„Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07
Katrín segir aðgerðir koma barnafólki á lægstu launum vel Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. 19. febrúar 2019 20:02
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16