Fótbolti

Múrað fyrir markið í Madríd: Atlético oftar haldið hreinu en fengið á sig mark

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Diego Simeone kann að skipuleggja varnarleik.
Diego Simeone kann að skipuleggja varnarleik. vísir/epa
Atlético Madríd vann frábæran 2-0 sigur á Cristiano Ronaldo og félögum í Juventus í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en spænska liðið skoraði bæði mörkin í seinni hálfleik.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Atlético hafi haldið hreinu í leiknum því árangur liðsins á heimavelli í Madríd er hreint með ólíkindum. Þar heldur liðið oftar hreinu en það fær á sig mark eða mörk.



Undir stjórn Diego Simeone er Atlético Madríd nú búið að spila 204 leiki á heimavelli í öllum keppnum og halda 124 sinnum hreinu með leiknum á móti Juventus í gærkvöldi.

Það eitt og sér er mögnuð tölfræði en við það má svo bæta að liðið hefur aðeins fengið á sig 120 mörk mörk í þessum 2014 leikjum. Þá er Atlético búið að vinna 150 af þessum 204 leikjum með sigrinum í gær.


Tengdar fréttir

Atletico fór langt með að slá út Juventus

Atletico Madrid fer með tveggja marka forystu inn í seinni leikinn við Juventus í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á heimavelli sínum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×