Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Fjögur verkalýðsfélög með stærstan hluta verkafólks landsins innan sinna raða boða röð minni verkfallsaðgerða sem gætu hafist eftir um hálfan mánuð eftir að þau slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í dag. Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 er rætt við verkalýðsleiðtogana, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, forsætisráðherra ásamt fólkinu sem annað hvort mun taka þátt í verkföllum eða verða fyrir þeim og þeirri spurning velt upp hvaða áhrif þau muni hafa á atvinnulífið, til að mynda ferðaþjónustu.

Í fréttatímanum er einnig rætt við Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem gagnrýnir frumvarp landbúnaðarráðherra, sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk, og segist hann ekki tilbúinn til að segja hvort Framsóknarflokkurinn muni styðja frumvarpið.

Þetta og margt fleira innanlands og utan úr heimi í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×