Íslenski boltinn

Dramatík suður með sjó

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Njarðvíkingar fögnuðu jafnteflinu í kvöld
Njarðvíkingar fögnuðu jafnteflinu í kvöld vísir
Stefán Birgir Jóhannesson var hetja Njarðvíkinga og tryggði þeim jafntefli gegn Þrótti í Lengjubikar karla.

Liðin mættust í Reykjaneshöllinni í kvöld og voru það Njarðvíkingar sem áttu fyrsta markið. Það gerði Arnar Helgi Magnússon á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og fóru þeir grænu með eins marks forskot inn í leikhléið.

Þeir bættu svo við strax í upphafi seinni hálfleiks þegar Bergþór Ingi Smárason skoraði.

Þróttarar voru hins vegar ekki lengi að svara. Jasper van der Heyden skoraði fyrsta mark Þróttara á 66. mínútu og Gústav Kári Óskarsson jafnaði á 81. mínútu.

Van der Heyden virtist svo hafa tryggt Reykvíkingum sigurinn þegar hann skoraði á 85. mínútu en Stefán Birgir bjargað stigi fyrir Njarðvík í uppbótartíma seinni hálfleiks.

Njarðvík fer því á topp riðils 2 í A-deild Lengjubikarsins, með einu stigi meira en KR sem á þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×