Innlent

LÍV vísar kjaradeilunni til sáttasemjara

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Guðbrandur Einarsson, formaður LÍV, sést hér ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR.
Guðbrandur Einarsson, formaður LÍV, sést hér ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Mynd/VR
Landssamband íslenzkra verzlunarmanna, LÍV, hefur tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins, SA, til ríkissáttasemjara. Ákvörðunin er tekin í samráði við þau aðildarfélög sín sem sambandið hefur samningsumboð fyrir, að því er fram kemur í tilkynningu frá LÍV.

Í tilkynningu segir að viðræður milli aðila hafi staðið yfir frá því fyrir áramót án þess að þær hafi skilað viðeigandi niðurstöðu. Á þessu stigi máls sé því talið rétt að óska eftir aðkomu ríkissáttasemjara að deilunni.

Aðildarfélög LÍV eru, samkvæmt heimasíðu sambandsins, eftirfarandi:

AFL Starfsgreinafélag

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri

Framsýn stéttarfélag

Stéttarfélag Vesturlands

Stéttarfélagið Samstaða

Verkalýðsfélag Snæfellinga

Verkalýðsfélag Vestfirðinga

Verkalýðsfélag Þórshafnar

Verslunarmannafélag Skagfirðinga

Verslunarmannafélag Suðurnesja

VR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×