Körfubolti

Ætla að lækka aldurstakmarkið í NBA-deildina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron James kom beint úr framhaldsskóla í NBA-deildina. Hann reyndist ekki vera ofmetinn.
LeBron James kom beint úr framhaldsskóla í NBA-deildina. Hann reyndist ekki vera ofmetinn.
Samkvæmt heimildum USA Today þá hafa forráðamenn NBA-deildarinnar ákveðið að lækka aldurstakmarkið í deildina um eitt ár.

Í dag þurfa leikmenn að vera orðnir 19 ára til þess að mega spila í deildinni en þann aldur á nú að lækka í 18. Þetta mál hefur verið í umræðu innan deildarinnar síðustu mánuði og hefur verið tekist talsvert á um málið.

Það eru ekkert mörg ár síðan mörgum fannst leikmenn vera að koma of ungir inn í deildina og árið 2005 var leikmönnum meinað að koma beint úr framhaldsskóla inn í NBA-deildina.

Nú á aðeins að slaka á kröfunum og meðalaldurinn í deildinni ætti þar af leiðandi að lækka í kjölfarið.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×