Þægilegt hjá Newcastle gegn botnliðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það var kátt þa þeim röndóttu í dag
Það var kátt þa þeim röndóttu í dag vísir/getty
Newcastle vann tíu menn Huddersfield nokkuð þægilega í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni. Raul Jimenez tryggði Wolves stig gegn Bournemouth.

Fátt virðist geta bjargað Huddersfield frá falli en liðið er 14 stigum frá öruggu sæti þegar 11 leikir eru eftir. Þeir þurfa að minnsta kosti að sýna betri frammistöðu en í dag ætli liðið að halda sér uppi.

Fyrirliðinn Tommy Smith var sendur af velli með beint rautt spjald á 20. mínútu og voru gestirnir því einum færri meiri hluta leiksins.

Newcastle fékk nóg af færum í fyrri hálfleiknum en nýtti sér þau ekki. Það tók hins vegar bara 59 sekúndur í þeim seinni fyrir heimamenn að skora. Það gerði Salomon Rondon.

Ayoze Perez bætti seinna marki Newcastle við á 52. mínútu og þar við sat.

Í Bournemouth var dómarinn Roger East í sviðsljósinu en hann dæmdi þrjár vítaspyrnur í leik heimamanna og Wolves.

Joshua King skoraði af punktinum á fjórtándu mínútu. Hann sótti sjálfur spyrnuna en þótti fara nokkuð auðveldlega niður eftir tæklingu Joao Moutinho.

King fór aftur á punktinn í seinni hálfleik, í þetta skipti vegna vítaspyrnu sem var dæmd á brot á Ryan Fraser sem var fyrir utan teig, en þá brást honum bogalistin.

Úlfarnir fengu sína vítaspyrnu þegar Adam Smith braut á Raul Jimenez í lok leiksins, Jimenez fór sjálfur á punktinn og hann jafnaði metin.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira