Gróðravél sem nær árangri með stelpurnar en fær minna borgað en karlarnir Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. febrúar 2019 13:30 Jill Ellis fær ekki jafnvel greitt og karlarnir þrátt fyrir að ná miklu betri árangri. vísir/getty Jill Ellis, þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta sem er númer eitt á styrkleikalsita FIFA, nær úrslitum með liðið, vinnur titla, færir bandaríska knattspyrnusambandinu miklar tekjur en fær samt minna borgað en karlmennirnir í kringum hana. Þetta kemur fram í áhugaverði grein The Guardian um launamál bandaríska knattspyrnusambandsins en Ellis var tíundi launahæsti starfsmaður þess á fótboltaárinu 2017-2018. Öll launin eru opinber í ársskýrslu sambandsins. Ellis fékk minna borgað en fjórir karlkyns þjálfarar sem voru langt frá því að ná sama árangri og hún en í heildina fékk Ellis ríflega 318 þúsund dollara í laun fyrir síðasta ár eða því sem nemur ríflega 38 milljónum íslenskra króna. Launahæstur var Jürgen Klinsmann, fyrrverandi þjálfari karlaliðsins, sem var rekinn í upphafi undankeppni HM 2018 sem byrjaði illa. Bandaríska sambandið þurfti að borga honum starfslokagreiðslu upp á 3,4 milljónir dollara eða 407 milljónir króna.Jürgen Klinsmann lagði grunninn að því að Bandaríkin komust ekki á HM en fór skellihlægjandi í bankann.vísir/gettyEnginn árangur karlamegin Reynsluboltinn Bruce Arena tók við bandaríska liðinu og tókst það sem átti ekki að vera hægt, að koma Bandaríkjunum ekki á HM. Það tapaði í lokaleik fyrir Trínidad og Tóbagó og sátu Kanarnir því eftir með sárt ennið. Arena fékk engu að síður 1,4 milljónir dollara fyrir sín störf eða 167 milljónir dollara, fjórum sinnum meira en Ellis sem rúllaði bandaríska kvennalandsliðinu inn á HM 2019 í Frakklandi auðveldlega. Til að bæta gráu ofan á svart fékk Tab Ramos, þjálfari U20 ára liðs Bandaríkjanna, meira greitt en Ellis. Hann fékk 345 þúsund dollara eða 41,4 milljónir króna og Andi Herzog, aðstoðarmaður Klinsmann og þjálfari U23 ára liðsins fékk 363 þúsund dollara eða 43,6 milljónir króna. Herzog var sem fyrr segir aðstoðarmaður Klinsmann sem var rekinn og þá var Herzog sjálfur látinn fara eftir að honum mistókst að koma U23 ára liðinu á Ólympíuleikana í Ríó. Jill Ellis er búin að stýra bandaríska liðinu frá því 2014 en hún gerði það að heimsmeistara í Kanada fyrir fjórum árum og var sama ár kosin þjálfari ársins hjá FIFA.Bruce Arena rak smiðshöggið á klúður Bandaríkjanna en fékk meira borgað en Ellis.vísir/gettyMeiri áhugi á konunum Ellis nær ekki bara betri árangri en karlmennirnir í kringum hana heldur færir árangur kvennaliðsins sem hún stýrir bandaríska sambandinu meiri tekjur en karlaliðið, að því fram kemur í ársskýrslu sambandsins. Tekjurnar hafa aukist verulega frá því 2015 þegar að Ellis vann Heimsmeistarakeppnina en hvorki fyrr né síðar hafa jafn margir Bandaríkjamenn horft á fótboltaleik í sjónvarpinu og þegar Bandaríkin lögðu Japan í úrslitaleiknum. Á sama tíma hefur áhugi á karlaliðinu dvínað, bæði er kemur að áhorfi og mætingu á leiki, eftir að því mistóks að komast á HM 2018. Þrátt fyrir að vera flaggskip bandaríska fótboltans hafa konurnar kvartað sáran undan ójafnrétti bandaríska knattspyrnusambandsins. Leikmennirnir hótuðu að fara í verkfall og mæta ekki á Ólympíuleikana 2016 vegna launamunar kynjanna. Stelpurnar sögðust þá vera að fá 2.400-3.380 dollara (300.000-422.000 krónur) fyrir hvern landsleik en strákarnir fengu á sama tíma 4.260-12.000 dollara (532.000-1.500.000 króna). Fótbolti Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Jill Ellis, þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta sem er númer eitt á styrkleikalsita FIFA, nær úrslitum með liðið, vinnur titla, færir bandaríska knattspyrnusambandinu miklar tekjur en fær samt minna borgað en karlmennirnir í kringum hana. Þetta kemur fram í áhugaverði grein The Guardian um launamál bandaríska knattspyrnusambandsins en Ellis var tíundi launahæsti starfsmaður þess á fótboltaárinu 2017-2018. Öll launin eru opinber í ársskýrslu sambandsins. Ellis fékk minna borgað en fjórir karlkyns þjálfarar sem voru langt frá því að ná sama árangri og hún en í heildina fékk Ellis ríflega 318 þúsund dollara í laun fyrir síðasta ár eða því sem nemur ríflega 38 milljónum íslenskra króna. Launahæstur var Jürgen Klinsmann, fyrrverandi þjálfari karlaliðsins, sem var rekinn í upphafi undankeppni HM 2018 sem byrjaði illa. Bandaríska sambandið þurfti að borga honum starfslokagreiðslu upp á 3,4 milljónir dollara eða 407 milljónir króna.Jürgen Klinsmann lagði grunninn að því að Bandaríkin komust ekki á HM en fór skellihlægjandi í bankann.vísir/gettyEnginn árangur karlamegin Reynsluboltinn Bruce Arena tók við bandaríska liðinu og tókst það sem átti ekki að vera hægt, að koma Bandaríkjunum ekki á HM. Það tapaði í lokaleik fyrir Trínidad og Tóbagó og sátu Kanarnir því eftir með sárt ennið. Arena fékk engu að síður 1,4 milljónir dollara fyrir sín störf eða 167 milljónir dollara, fjórum sinnum meira en Ellis sem rúllaði bandaríska kvennalandsliðinu inn á HM 2019 í Frakklandi auðveldlega. Til að bæta gráu ofan á svart fékk Tab Ramos, þjálfari U20 ára liðs Bandaríkjanna, meira greitt en Ellis. Hann fékk 345 þúsund dollara eða 41,4 milljónir króna og Andi Herzog, aðstoðarmaður Klinsmann og þjálfari U23 ára liðsins fékk 363 þúsund dollara eða 43,6 milljónir króna. Herzog var sem fyrr segir aðstoðarmaður Klinsmann sem var rekinn og þá var Herzog sjálfur látinn fara eftir að honum mistókst að koma U23 ára liðinu á Ólympíuleikana í Ríó. Jill Ellis er búin að stýra bandaríska liðinu frá því 2014 en hún gerði það að heimsmeistara í Kanada fyrir fjórum árum og var sama ár kosin þjálfari ársins hjá FIFA.Bruce Arena rak smiðshöggið á klúður Bandaríkjanna en fékk meira borgað en Ellis.vísir/gettyMeiri áhugi á konunum Ellis nær ekki bara betri árangri en karlmennirnir í kringum hana heldur færir árangur kvennaliðsins sem hún stýrir bandaríska sambandinu meiri tekjur en karlaliðið, að því fram kemur í ársskýrslu sambandsins. Tekjurnar hafa aukist verulega frá því 2015 þegar að Ellis vann Heimsmeistarakeppnina en hvorki fyrr né síðar hafa jafn margir Bandaríkjamenn horft á fótboltaleik í sjónvarpinu og þegar Bandaríkin lögðu Japan í úrslitaleiknum. Á sama tíma hefur áhugi á karlaliðinu dvínað, bæði er kemur að áhorfi og mætingu á leiki, eftir að því mistóks að komast á HM 2018. Þrátt fyrir að vera flaggskip bandaríska fótboltans hafa konurnar kvartað sáran undan ójafnrétti bandaríska knattspyrnusambandsins. Leikmennirnir hótuðu að fara í verkfall og mæta ekki á Ólympíuleikana 2016 vegna launamunar kynjanna. Stelpurnar sögðust þá vera að fá 2.400-3.380 dollara (300.000-422.000 krónur) fyrir hvern landsleik en strákarnir fengu á sama tíma 4.260-12.000 dollara (532.000-1.500.000 króna).
Fótbolti Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira