Innlent

Um 500 farþegar sátu fastir í vélum vegna veðurs

Kjartan Kjartansson skrifar
Fólk sat fast úti í tveimur flugvélum í 30-50 mínútur. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti.
Fólk sat fast úti í tveimur flugvélum í 30-50 mínútur. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. Mynd/Pjetur
Taka þurfti alla landganga á Keflavíkurflugvelli úr notkun vegna hvassviðris um tíma í kvöld. Um 500 farþegar í tveimur vélum biðu í þrjátíu til fimmtíu mínútur eftir því að komast frá borði á meðan beðið var eftir að vind lægði.

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia má ekki afferma vélar þegar vindhraði fer upp í 50 hnúta, tæpa 26 metra á sekúndu, af öryggisástæðum. Það gerist nokkuð reglulega þegar djúpar lægðir ganga yfir.

Farþegar vélar Easy Jet annars vegar og Finnair hins vegar þurftu af þessum sökum að bíða eftir að komast frá borði í kvöld. Landgangarnir komust aftur í notkun nú um klukkan hálf átta í kvöld.

Gul veðurviðvörun er nú í gildi fyrir allt landið. Veðurstofan varar við umhleypingum með snörpum veðrabrigðum næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×