Enski boltinn

Keypti rútu handa gamla félaginu með fyrstu laununum frá United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dalot á æfingu með United
Dalot á æfingu með United vísir/getty
Diogo Dalot notaði fyrstu útborgunina sem hann fékk frá Manchester United til þess að kaupa rútu fyrir gamla félagið sitt.

Hinn 19 ára Dalot kom til United frá Porto í sumar en hann er uppalinn hjá Escola de Futebol O Finitas í Braga.

Þrátt fyrir að vera talinn með efnilegri ungum leikmönnum hefur frægðin ekki stigið honum til höfuðs og hugsaði hann til gamla fótboltaskólans þegar hann fékk fyrsta launaseðilinn í póstinum frá enska stórveldinu.

Stofnandi skólans, Luis Travessa Martins, greindi frá því við ESPN að Dalot hafi sent félaginu áritaða Manchester United treyju.

„Við vorum að tala við hann á Skype og þá sagði hann okkur að fara út. Þar sáum við rútu fyrir utan. Hún var ný og aðlöguð að okkar þörfum,“ sagði Martins. Rútan sem um ræðir er níu manna smárúta.

„Hann hélt þessu leyndu og sagði okkur að hann vildi nota fyrstu launin til þess að gefa okkur gjöf.“

Dalot hefur spilað 11 leiki fyrir Untied í öllum keppnum á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×