Innlent

Handtóku þjófagengi í Leifsstöð

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lögreglumenn í flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum handtók fjóra erlenda karlmenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni vegna gruns um að þeir væru að reyna að komast með þýfi úr landi.
Lögreglumenn í flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum handtók fjóra erlenda karlmenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni vegna gruns um að þeir væru að reyna að komast með þýfi úr landi. Vísir/JóiK
Lögreglumenn í flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum handtóku fjóra erlenda karlmenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni vegna gruns um að þeir væru að reyna að komast með þýfi úr landi.

Mennirnir höfðu dvalið hér á landi í viku og voru grunaðir um að hafa stundað þjófnað með skipulögðum hætti á meðan á dvölinni stóð.

Í handfarangri þeirra fannst umtalsvert magn af þýfi og voru þeir handteknir og færðir á lögreglustöð.

Varningurinn samanstóð einkum af fatnaði, þar á meðal dýrri merkjavöru, vítamínum og öðrum fæðubótarefnum.

Mennirnir voru yfirheyrðir en að því loknu héldu þeir úr landi.

Umtalsvert magn af þýfi fannst í handfarangri mannanna. Ljósmynd úr safni.Vísir/JOIK



Fleiri fréttir

Sjá meira


×