Innlent

Segir fræðslu innan réttarvörslukerfisins ábótavant

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Breytingar á hugtakinu samþykki í hegningarlögum voru ræddar á málfundi í dag. En á síðasta ári voru gerðar breytingar á nauðgunarákvæði laganna. Flutningsmenn voru sammála um að fræðslu væri sérstaklega ábótavant innan réttarvörslukerfisins.

Viðreisn stóð fyrir fundinum en það var þingmaðurinn Jón Steindór sem flutti frumvarpið á sínum tíma. Í frumvarpinu, sem nú er orðið að lögum, felst að hugtakinu samþykki hefur verið bætt inn í 194. gr sem fjallar um nauðgun. Einnig er hugtakið samþykki nú skilgreint í ákvæðinu.

Jón Steindór sagði á fundinum að fræðslu um kynferðisofbeldi væri ábótavant innan réttarvörslukerfisins.

„Það er mjög mikilvægt þegar löggjöf er breytt, að þeir einstaklingar sem eru að beita henni fái fræðslu og þjálfun um þýðingu breytingarinnar. Þess vegna þarf að innleiða fræðslu um breytinguna alls staðar innan réttarvörslukerfisins,“ sagði Helga Lind Mar, skipuleggjandi Druslugöngunnar og aktivisti.

Þá tekur hún fram að ekki hafi reynt á breytingu laganna í dómaframkvæmd. Þrátt fyrir það hafi átt sér stað mikil viðhorfsbreyting.

Hafið þið einhverja reynslu af ávinningi?

„Í rauninni er málsmeðferðartíminn svo langur í þessum málum að það hefur ekki komist reynsla á þetta þannig. Við höfum ekkert dæmt út frá þessu ákvæði. Sem er ádeila á það hversu hægt þetta gengur fyrir sig. Svo má ekki dæma afturvirkt þannig við höfum ekki séð neina reynslu innan dómskerfisisns, en við erum að sjá breytingu á viðhorfi,“ sagði Helga Lind.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×