Íslenski boltinn

Sigrar hjá Grindavík og KA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hallgrímur og félagar unnu í dag.
Hallgrímur og félagar unnu í dag. vísir/getty
Grindavík lenti ekki í miklum vandræðum með Magna, KA kláraði Fram og Leiknir og Þór gerðu jafntefli í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag.

Aron Jóhannsson skoraði tvö mörk og Hilmar Andrew McShane eitt er Grindavík vann 3-0 sigur á Magna í Akraneshöllinni í dag. Grindavík er því með þrjú stig eftir tvo leiki en Magni ekkert.

Leiknir og Þór gerðu jafntefli í Inkasso-slag í Egilshöllinni. Sævar Atli Magnússon kom Leikni yfir af vítapunktinum í fyrri hálfleik en Aron Kristófer Lárusson jafnaði fyrir Þór í síðari hálfleik.

Þór er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina í riðli eitt en Leiknismenn voru að næla sér í sitt fyrsta stig eftir tap gegn Fjölni í fyrstu umferðinni.

KA vann svo Fram í síðasta leik dagsins, 2-1. KA náði tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en Fram náði að minnka muninn snemma síðari hálfleiks. Nær komust þeir ekki og sigur Norðanmanna.

KA er með fullt hús stiga í þriðja riðli A-riðils en Framarar eru án stiga eftir fyrstu tvo leikina.

Úrslit og markaskorar eru fengnir frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×