Fótbolti

Dzeko bjargaði Roma fyrir horn gegn nýliðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rómverjar geta þakkað Dzeko.
Rómverjar geta þakkað Dzeko. vísir/getty
Roma slapp fyrir horn er liðið vann 3-2 dramatískan sigur á Frosinone í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Það voru heimamenn í Frosinone sem skoruðu fyrsta markið en það kom strax á fimmtu mínútu. Það skoraði framherjinn Camillo Ciano.

Bosníumaðurinn Edin Dzeko jafnaði metin eftir hálftíma leik og mínútu síðar var það Lorenzo Pellegrini sem kom Roma í 2-1.

Heimamenn voru ekki hættir því tíu mínútum fyrir leikslok jöfnuðu þeir með marki Andrea Pinamonti en Edin Dzeko bjargaði Roma fyrir horn með sigurmarki í uppbótartíma.

Roma er eftir sigurinn áfram í fimmta sæti deildarinnar og er stigi á eftir AC Milan sem er stigi ofar og í Meistaradeildarsæti. Frosinone er í næst neðsta sætinu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×