Gera grín að Mohamed Salah á netinu og ekki að ástæðulausu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 16:00 Mohamed Salah í leiknum um helgina. getty/Robbie Jay Barratt Liverpool framherjinn Mohamed Salah hefur mátt þola mikla gagnrýni og háð á samfélagsmiðlum eftir mjög slaka frammistöðu sína á móti Manchester United í gær. Mohamed Salah er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en fólk hefur verið duglegt að benda á það að hann hefur skorað 16 af 17 mörkum sínum á móti slakari liðum deildarinnar. Frammistaða Egyptans á móti Manchester United á Old Trafford var enn eitt dæmið um bitleysi Salah á móti liðum sem seta stefnuna á að berjast um enska meistaratitilinn við Liverpool. Netverjar gera grín að Mohamed Salah á samfélagsmiðlum og ekki að ástæðulausu því tölfræðin sýnir það og sannar að Salah getur ekkert á móti bestu liðunum. Dæmi um slíkt grín er hér fyrir neðan.Salah emerging from Luke Shaw's pocket pic.twitter.com/D3ZSK6u5Qe — Joga (@JogaBonito1968) February 24, 2019Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ákvað meira að segja að taka út sína stærstu stjörnu í stöðunni 0-0 enda var Mohamed Salah aldrei með í þessum leik í gær. Áhyggjuefnið er þó ekki aðeins þessi leikur í gær heldur frammistaða Mohamed Salah í leikjum á móti bestu liðum deildarinnar. Það er nefnilega engin nýmæli að Salah gerir lítið á móti liðum eins og Manchester United, Manchester City, Tottenham, Chelsea og Arsenal.Mohamed Salah’s touches were clustered in areas on the edge of the box and outside. It means he still has only one goal against a big-six side this season (a penalty against Arsenal). By @_pauljoycehttps://t.co/VCeJ7QfrSxpic.twitter.com/3J5STrZWaw — Anfield HQ (@AnfieldHQ) February 25, 2019Mohamed Salah hefur aðeins skorað eitt mark í átta leikjum á móti sex stærstu liðunum á þessu tímabili og það mark kom úr vítaspyrnu á móti Arsenal. Í sama leik, sem Liverpool vann 5-1, kom líka eina stoðsendingin hans á móti bestu liðunum. Salah hefur aftur á móti komið að 23 mörkum í 19 leikjum á móti hinum fjórtán liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Á þessu er rosalegur munur. Mohamed Salah á móti bestu liðunum í vetur: 2-1 sigur á Tottenham: 0 mörk + 0 stoðsendingar 1-1 jafntefli við Chelsea: 0 mörk + 0 stoðsendingar 0-0 jafntefli við Manchester City: 0 mörk + 0 stoðsendingar 1-1 jafntefli við Arsenal: 0 mörk + 0 stoðsendingar 3-1 sigur á Manchester United: 0 mörk + 0 stoðsendingar 5-1 sigur á Arsenal: 1 mark + 1 stoðsending 2-1 tap fyrir Manchester City: 0 mörk + 0 stoðsendingar 0-0 jafntefli við Manchester United: 0 mörk + 0 stoðsendingar Samtals: 1 mark og 1 stoðsending í 8 leikjum Á móti öðrum liðum: 16 mörk og 7 stoðsendingar í 19 leikjum. Mohamed Salah hefur mætt Manchester United fjórum sinnum á tveimur tímabilum sínum með Liverpool en hefur enn ekki náð að skora eða leggja upp mark á móti erkifjendum Liverpool.Four Premier League games against Manchester United for Mo Salah with Liverpool: No goals. No assists. Live https://t.co/RpuJ1ZvtKa#MUNLIV#MUFC#LFCpic.twitter.com/R6LZe8SGdG — Match of the Day (@BBCMOTD) February 24, 2019Annars er öll sóknarlína Liverpool í vandræðum á móti vörn Manchester United eins og sést á tölfræðinni hjá þeim Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino. Saman hafa þessi þrír frábæru fótboltamenn aðeins komið samtals að tveimur mörkum í leikjum á móti Manchester United. Sadio Mané er með 1 mark í 4 leikjum og Roberto Firmino er með 1 stoðsendingu í 8 leikjum. Mohamed Salah er hins vegar fastur í núllinu á báðum vígstöðvum.Sadio Mané: 1 goal Mohamed Salah: 0 goals Roberto Firmino: 0 goals Manchester United have got the formula. pic.twitter.com/8lpIV3DjiC — Squawka Football (@Squawka) February 24, 2019Liverpool þurfti á magnaðri innkomu hjá Svisslendingnum Xherdan Shaqiri að halda til að landa sigri á Manchester United í fyrri leiknum. Xherdan Shaqiri kom líka inn á í leiknum í gær sem og Divock Origi sem hafði bjargað Liverpool á móti Everton fyrr í vetur. Það breytti engu og Liverpool skapaði ekkert í leiknum. Liverpool komst í efsta sætið þökk sé stiginu á Old Trafford en þarf nauðsynlega á einhverju meiru að halda frá Mohamed Salah ætli liðið að vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 29 ár. Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Sjá meira
Liverpool framherjinn Mohamed Salah hefur mátt þola mikla gagnrýni og háð á samfélagsmiðlum eftir mjög slaka frammistöðu sína á móti Manchester United í gær. Mohamed Salah er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en fólk hefur verið duglegt að benda á það að hann hefur skorað 16 af 17 mörkum sínum á móti slakari liðum deildarinnar. Frammistaða Egyptans á móti Manchester United á Old Trafford var enn eitt dæmið um bitleysi Salah á móti liðum sem seta stefnuna á að berjast um enska meistaratitilinn við Liverpool. Netverjar gera grín að Mohamed Salah á samfélagsmiðlum og ekki að ástæðulausu því tölfræðin sýnir það og sannar að Salah getur ekkert á móti bestu liðunum. Dæmi um slíkt grín er hér fyrir neðan.Salah emerging from Luke Shaw's pocket pic.twitter.com/D3ZSK6u5Qe — Joga (@JogaBonito1968) February 24, 2019Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ákvað meira að segja að taka út sína stærstu stjörnu í stöðunni 0-0 enda var Mohamed Salah aldrei með í þessum leik í gær. Áhyggjuefnið er þó ekki aðeins þessi leikur í gær heldur frammistaða Mohamed Salah í leikjum á móti bestu liðum deildarinnar. Það er nefnilega engin nýmæli að Salah gerir lítið á móti liðum eins og Manchester United, Manchester City, Tottenham, Chelsea og Arsenal.Mohamed Salah’s touches were clustered in areas on the edge of the box and outside. It means he still has only one goal against a big-six side this season (a penalty against Arsenal). By @_pauljoycehttps://t.co/VCeJ7QfrSxpic.twitter.com/3J5STrZWaw — Anfield HQ (@AnfieldHQ) February 25, 2019Mohamed Salah hefur aðeins skorað eitt mark í átta leikjum á móti sex stærstu liðunum á þessu tímabili og það mark kom úr vítaspyrnu á móti Arsenal. Í sama leik, sem Liverpool vann 5-1, kom líka eina stoðsendingin hans á móti bestu liðunum. Salah hefur aftur á móti komið að 23 mörkum í 19 leikjum á móti hinum fjórtán liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Á þessu er rosalegur munur. Mohamed Salah á móti bestu liðunum í vetur: 2-1 sigur á Tottenham: 0 mörk + 0 stoðsendingar 1-1 jafntefli við Chelsea: 0 mörk + 0 stoðsendingar 0-0 jafntefli við Manchester City: 0 mörk + 0 stoðsendingar 1-1 jafntefli við Arsenal: 0 mörk + 0 stoðsendingar 3-1 sigur á Manchester United: 0 mörk + 0 stoðsendingar 5-1 sigur á Arsenal: 1 mark + 1 stoðsending 2-1 tap fyrir Manchester City: 0 mörk + 0 stoðsendingar 0-0 jafntefli við Manchester United: 0 mörk + 0 stoðsendingar Samtals: 1 mark og 1 stoðsending í 8 leikjum Á móti öðrum liðum: 16 mörk og 7 stoðsendingar í 19 leikjum. Mohamed Salah hefur mætt Manchester United fjórum sinnum á tveimur tímabilum sínum með Liverpool en hefur enn ekki náð að skora eða leggja upp mark á móti erkifjendum Liverpool.Four Premier League games against Manchester United for Mo Salah with Liverpool: No goals. No assists. Live https://t.co/RpuJ1ZvtKa#MUNLIV#MUFC#LFCpic.twitter.com/R6LZe8SGdG — Match of the Day (@BBCMOTD) February 24, 2019Annars er öll sóknarlína Liverpool í vandræðum á móti vörn Manchester United eins og sést á tölfræðinni hjá þeim Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino. Saman hafa þessi þrír frábæru fótboltamenn aðeins komið samtals að tveimur mörkum í leikjum á móti Manchester United. Sadio Mané er með 1 mark í 4 leikjum og Roberto Firmino er með 1 stoðsendingu í 8 leikjum. Mohamed Salah er hins vegar fastur í núllinu á báðum vígstöðvum.Sadio Mané: 1 goal Mohamed Salah: 0 goals Roberto Firmino: 0 goals Manchester United have got the formula. pic.twitter.com/8lpIV3DjiC — Squawka Football (@Squawka) February 24, 2019Liverpool þurfti á magnaðri innkomu hjá Svisslendingnum Xherdan Shaqiri að halda til að landa sigri á Manchester United í fyrri leiknum. Xherdan Shaqiri kom líka inn á í leiknum í gær sem og Divock Origi sem hafði bjargað Liverpool á móti Everton fyrr í vetur. Það breytti engu og Liverpool skapaði ekkert í leiknum. Liverpool komst í efsta sætið þökk sé stiginu á Old Trafford en þarf nauðsynlega á einhverju meiru að halda frá Mohamed Salah ætli liðið að vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 29 ár.
Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Sjá meira