Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Félagsdómur hefur dæmt brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr Sjómannafélagi Íslands ólöglegan. Dómurinn segir það einnig brjóta í bága við lög að gera það að skilyrði til framboðs til embættis formanns í félaginu að viðkomandi hafi greitt félagsgjöld í þrjú ár. Þá er félagið dæmt til að greiða eina og hálfa milljón króna í sekt í ríkissjóð og málskostnað Heiðveigar Maríu upp á 700 þúsund krónur. Rætt verður við Heiðveigu Maríu í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig fylgjumst við með störfum björgunarsveita sem leita að karlmanni sem ók bíl í Ölfusá í gærkvöldi en leitað hefur verið frá því í gærkvöldi án árangurs.

Við segjum frá rannsókn kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á meintu kynferðisbroti karlmanns sem starfar á skammtímaheimili fyrir fötluð börn og ungmenni hjá Reykjavíkurborg en hann hefur verið sendur í leyfi á meðan rannsókn stendur yfir.

Það verður einnig litið til veðurs í fréttatímanum en vitlaust veður var á suðaustanverðu landinu í dag. Þetta og ótal margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×