Sport

Hvað gerði Nonni fótbolti af sér núna?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Manziel í leik með Montreal.
Manziel í leik með Montreal. vísir/getty
Fyrrum NFL-vonarstjarnan og vandræðagemlingurinn Johhny Manziel er aftur atvinnulaus en búið er að setja hann í bann í kanadísku fótboltadeildinni, CFL.

Eftir aðeins átta leiki með Montral Alouettes er ferli Manziel lokið þar. Hann var rekinn frá félaginu að ósk deildarinnar sem síðan setti hann í bann frá deldinni.

Ekki kemur fram í yfirlýsingu deildarinnar hvað Manziel hafi gert af sér en þó segir að hann hafi brotið skilmála sem gerðir voru við hann á sínum tíma.

Þeir skilmálar snérust meðal annars um að hann þurfti að hitta ráðgjafa einu sinni í viku og gangast undir regluleg lyfjapróf.





Manziel, sem alltaf er kallaður Johnny Football eða Nonni fótbolti, sagði sjálfur að hann væri nú að leita sér að vinnu í Bandaríkjunum enda fær hann ekki að spila í Kanada lengur.

Manziel er aðeins 26 ára gamall. Hann var valinn númer 22 af Cleveland Browns í nýliðavali NFL-deildarinnar árið 2014. Hann gat ekki hagað sér almennilega þar og var rekinn árið 2016. Ekkert lið í NFL-deildinni hefur viljað koma nálægt honum síðan.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×