Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Svæðinu við Geysi er varla viðbjargandi vegna mikilla skemmda eftir ágang ferðamanna á liðnum árum. Geysir ásamt öðrum náttúruperlum er á nýjum lista Umhverfisstofnunar yfir áfangastaði í hættu. Rætt verður við umhverfisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30 en hann vill takmarka fjölda inn á ákveðin svæði á meðan unnið er að uppbyggingu.

Einnig segjum við frá nýrri skýrslu um fátækt en ætla má að á bilinu tíu til fimmtán prósent barna á Íslandi búi við fátækt og er Ísland eftirbátur Norðurlanda þegar kemur að fjárveitingum til fæðingaorlofs, barnabóta og daggæslu.

Við höldum áfram að fjalla um atvik á skammtímaheimili fyrir ungt, fatlað fólk en sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir ekki hafa verið farið að öllum verklagsreglum þegar konan var yfirheyrð.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×