Viðskipti erlent

Sádi-Arabía og Panama á svartan lista Evrópusambandsins

Kjartan Kjartansson skrifar
Aðgerð Evrópusambandsins torveldar ríkjunum að flytja fjármuni í gegnum Evrópu.
Aðgerð Evrópusambandsins torveldar ríkjunum að flytja fjármuni í gegnum Evrópu. Vísir/Getty
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur bætt Sádi-Arabíu og Panama á svartan lista yfir ríki sem talin eru ógna sambandinu vegna lítils eftirlits með fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti.

Að sögn Reuters-fréttastofunnar hefur það ekki aðeins slæm áhrif á orðspor landanna að lenda á listanum heldur getur það torveldað fjárhagsleg samskipti þeirra við Evrópu. Þannig þurfa evrópskir bankar að hafa ítarlegra eftirlit með greiðslum sem tengjast ríkjunum.

Tuttugu og þrjú ríki eru á listanum: Afganistan, Bandarísku Samóaeyjar, Bahamaeyjar, Botsvana, Norður-Kórea, Eþíópía, Gana, Gvam, Íran, Írak, Líbía, Nígería, Pakistan, Panama, Púertó Ríkó, Samóa, Sádi-Arabía, Sri Lanka, Sýrland, Trínidad og Tóbagó, Túnis, Bandarísku Jómfrúareyjar og Jemen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×