Fótbolti

Benfica sótti sigur til Tyrklands

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Benfica fagna marki
Leikmenn Benfica fagna marki vísir/getty
Jón Guðni Fjóluson var á varamannabekk Krasnodar sem gerði jafntefli við Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Gestirnir frá Þýskalandi voru sterkari aðilinn í Rússlandi, áttu alls 16 skot í átt að marki en aðeins þrjú þeirra rötuðu á markrammann.

Ekkert skotanna endaði í markinu og lokatölur 0-0 í Rússlandi.

Benfica er í vænlegri stöðu gegn Galatasary eftir 2-1 útistigur í Tyrklandi. Eduardo Salvio kom Benfica yfir á 27. mínútu en Christian Luyindama jafnaði leikinn á 54. mínútu.

Það var svo Haris Seferovic sem skoraði sigurmark Benfica á 64. mínútu leiksins og þar við sat.

Sevilla náði sér einnig í sterkan útisigur, Wissam Ben Yedder skoraði eina mark leiksins gegn Lazio á Ítalíu á 22. mínútu.

Úrslit fyrri leikja dagsins í Evrópudeildinni:

Bate - Arsenal 1-0

Krasnodar - Leverkusen 0-0

Galatasary - Benfica 1-2

Lazio - Sevilla 0-1

Olympiakos - Dynamo Kiev 2-2

Rennes - Real Betis 3-3

Rapid Vín - Inter Milan 0-1

Slavia Prag - Genk 0-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×