Fótbolti

Willum orðinn leikmaður BATE

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hinn tvítugi Willum spilaði sinn fyrsta A-landsleik í byrjun árs
Hinn tvítugi Willum spilaði sinn fyrsta A-landsleik í byrjun árs mynd/BATE
BATE Borisov tilkynnti í dag um komu Willums Þórs Willumssonar til félagsins.

Breiðablik tilkynnti fyrr í vikunni að félagið hefði komist að samkomulagi um sölu á Willum til BATE. Hann fór ytra í vikunni til þess að skoða aðstæður og samdi að lokum til þriggja og hálfs árs við hvít-rússneska félagið.

BATE er stærsta og sigursælasta lið Hvíta-Rússlands og hefur orðið meistari þar í landi síðustu þretttán ár.

Willum var valinn efnilegasti leikmaður Pepsideildarinnar eftir síðasta tímabil þar sem hann var í lykilhlutverki hjá Breiðabliki, en hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Blika í efstu deild árið 2016.

Willum var á meðal áhorfenda þegar BATE vann 1-0 sigur á Arsenal á heimavelli sínum í gærkvöld í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×