Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tilkynntu um stofnun árlegs efnahagssamráðs á milli Íslands og Bandaríkjanna í dag. Stefán Rafn fréttamaður okkar fylgdist með fundi ráðherranna sem fór fram í Hörpu í dag og mun greina frá honum í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig fylgdumst við með fundi hjá ríkissáttasemjara í dag þar sem Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum.

Í fréttatímanum er að auki fjallað um kulnun en í nýrri rannsókn í Svíþjóð sem unnin er af íslenskum prófessor kemur fram að 30-35% þeirra sem fá kulnun snúa ekki aftur á vinnumarkað.

Þetta og margt fleira í fréttapakka dagsins í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×