Handbolti

Stórsigur Ágústs og félaga

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ágúst Elí Björgvinsson.
Ágúst Elí Björgvinsson. Vísir/EPA
Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Sävehof unnu þægilegan sjö marka útisigur á Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Ágúst Elí átti stórfínan leik í markinu með rétt undir 40 prósenta markvörslu í 24-31 sigri Sävehof. Þar að auki átti hann tvær stoðsendingar.

Gestirnir komust yfir í upphafi er Oskar Sunnefeldt skoraði fyrsta mark leiksins. Heimamenn jöfnuðu leikinn og komust yfir í 3-2 en gestirnir náðu yfirhöndinni á ný og gáfu hana aldrei eftir. Í hálfleik munaði þó aðeins einu marki á liðunum 14-15.

Í seinni hálfleik fóru gestirnir á svakalegt skrið og staðan fór úr 15-17 í 15-26 þegar heimamenn skoruðu ekki á tólf mínútna kafla. Þar með voru úrslitin ráðin. Eskilstuna kom nokkrum mörkum í netið og náði að laga stöðuna aðeins en leikurinn endaði 24-31.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×