Fótbolti

Stórtap í fyrsta leik Söndru með Leverkusen

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sandra María Jessen
Sandra María Jessen vísir/ernir
Keppni í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta hófst að nýju eftir vetrarfrí í dag og Sandra María Jessen var í byrjunarliði Bayer Leverkusen sem sótti Freiburg heim en Sandra María gekk nýverið í raðir þýska liðsins frá Þór/KA.

Skemmst er frá því að segja að Freiburg gjörsigraði Bayer Leverkusen þar sem heimakonur skoruðu sex mörk gegn engu marki gestanna. 

Staðan í leikhléi 3-0 fyrir Freiburg og áfram héldu þær að bæta við mörkum í síðari hálfleik.

Bayer Leverkusen er í 10.sæti af 12 liðum í þýsku úrvalsdeildinni en tvö neðstu liðin falla úr deildinni. Þremur stigum munar á Leverkusen og Werder Bremen sem er í næstneðsta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×