Fótbolti

Sara Björk spilaði í fyrsta tapi Wolfsburg

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Wolfsburg.
Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Wolfsburg. Vísir/Getty
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg eru ekki lengur taplausar í þýsku Bundesligunni í fótbolta þar sem liðið beið lægri hlut fyrir Bayern Munchen í dag en þetta var fyrsti leikur liðanna eftir vetrarfrí.

Bayern Munchen byrjuðu leikinn miklu betur, greinilega staðráðnar í að jafna Wolfsburg að stigum á toppi deildarinnar en Bayern tapaði fyrri leik liðanna í deildinni 0-6.

Bæjarar voru 3-0 yfir eftir klukkutíma leik en Wolfsburg tókst að koma sér aftur inn í leikinn með mörkum frá Nillu Fischer og Ewu Pajor með stuttu millibili og staðan skyndilega orðin 3-2. Bayern náði hins vegar að gulltryggja sigurinn með marki í uppbótartíma. Lokatölur 4-2 fyrir Bayern.

Sara Björk lék allan leikinn á miðju Wolfsburg en liðin eru nú jöfn að stigum með 35 stig í efstu tveimur sætum deildarinnar, með sjö stigum meira en Potsdam í 3.sæti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×