Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum. Stjórnarþingmaður dregur hins vegar í efa lýðræðislegt umboð verkalýðshreyfingarinnar, til að þvinga fram aðgerðir af hálfu ríkisins.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig verður rætt við formann Félags heyrnarlausra sem segir óskiljanlegt að hið opinbera skuli ekki greiða atvinnutúlkun fyrir heyrnarlausa hér á landi. Það hafi verið gert annars staðar á Norðurlöndum áratugum saman. Stór hópur heyrnarlausra sem hefur menntað sig, og vill og getur unnið, flosni úr starfi vegna þessa og fari á örorkubætur.

Þá vonast sjávaútvegsráðherra til að geta lagt fram lagafrumvörp um fiskeldi innan tveggja vikna. Hann leggur áherslu á að fiskeldisfyrirtækjunum verði mörkuð umgjörð og að markaðsaðstæður ráði för.

Við kíkjum einnig í heimsókn til Tryggva Ingólfssonar, sem var úthýst af hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli fyrir næstum ári. Hann fær að snúa aftur á heimilið í haust.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×