Fótbolti

Wenger veit ekki hvort hann snúi aftur á hliðarlínuna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arsene Wenger
Arsene Wenger Vísir/Getty
Arsene Wenger segir framtíðina óráðna og er ekki viss um að hann snúi aftur í stjórastarfið.

Wenger hætti sem knattspyrnustjóri Arsenal síðasta vor eftir 22 ár í stjórasætinu á Emirates. Í október sagðist Wenger ætla að vera kominn aftur á hliðarlínuna í ársbyrjun 2019 en nú er kominn febrúar og Wenger er enn hvergi að sjá.

„Framtíð mín er óljós, jafnvel fyrir mér,“ sagði Wegner á ráðstefnu um helgina.

„Ég nýt hversdagslífsins og hef ferðast mikið út um allan heim. Ég nýt þess að vera undir aðeins minni pressu og með meira frelsi. En ég sakna keppninnar.“

Hinn 69 ára Wenger er þó handviss um það að hann ætli að starfa áfram innan fótboltans, hann er hins vegar ekki viss hvort það verði á hliðarlínunni eða bak við tjöldin.

„Ég hef sagt nei við nokkur félög, en mitt starf er að hjálpa til við að ná því besta út úr fólki og ég mun halda áfram að gera það.“

„Til þess að gera það þarf ég að ná því besta út úr mér sjálfum og ég mun reyna að halda því áfram.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×