Fótbolti

Þeir sem fá lélegustu einkunnina verða sendir í varaliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá leikmenn Evergrande sem verða að vera á tánum á nýja árinu.
Hér má sjá leikmenn Evergrande sem verða að vera á tánum á nýja árinu. vísir/getty
Það er margt skrítið sem gerist í kínverska boltanum en það furðulegasta er í gangi hjá sjöföldum meisturum Guangzhou Evergrande.

Í nýjum reglum félagsins fyrir komandi tímabil kemur fram að félagið ætli aðeins að spila með tvo útlendinga í leik en þó má vera með þrjá.

Átján leikmenn eru í hóp hverju sinni og alltaf verður skipt um að minnsta kosti þrjá leikmenn í hópnum hverju sinni.

Það einkennilegasta er þó að félagið mun gefa leikmönnum liðsins einkunn fyrir frammistöðu sína. Um hver mánaðarmót verða þeir tveir með lélegustu einkunnina þann mánuðinn sendir í varaliðið. Engin miskunn. Þetta er nýtt og vissulega frumlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×