Fótbolti

Fékk rautt spjald fyrir að fagna sigurmarki sínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scott Brown
Scott Brown Getty/Ian MacNicol
Það getur verið dýrkeypt að fagna mörkum sínum of mikið en því kynntist hetja helgarinnar í skoska fótboltanum.

Celtic liðið steig stórt skref í átta að skoska meistaratitlinum í knattspyrnu eftir 1-0 útisigur á Kilmarnock í gær. Það varð hins vegar miklar afleiðingar fyrir hetju liðsins að fagna sigurmarki sínu.





Scott Brown, fyrirliði Celtic, var hetja síns leiks þegar hann skoraði eina mark leiksins á 90. mínútu eftir að boltinn datt fyrir hann í teignum eftir hornspyrnu.

Scott Brown er mun þekktari fyrir að láta finna fyrir sér inn á miðju liðsins en að láta til sín taka í markaskorun. Þetta var fyrsta deildarmark hans á tímabilinu og það kom á úrslitastundu í erfiðum útileik sterku liði í efri hluta deildarinnar.  





Markið var vissulega mjög mikilvægt enda leiktíminn hreinlega að renna út og fyrir vikið er Celtic búið að ná átta stiga forskoti á nágranna og erkifjendur sína í Rangers.

Scott Brown fagnaði líka markinu sínu vel og hljóp til hörðustu stuðningsmanna Celtic liðsins voru heldur betur sáttir með sinn mann.

Brown var hins vegar búinn að fá gult spjald fyrr í leiknum og fékk sitt annað gula spjald frá dómara leiksins fyrir óhófleg fagnaðarlæti. Hann var því ekki inn á vellinum þegar leikurinn var flautaður á að nýju.

Það má sjá markið og fagnaðarlæti Scott Brown hér fyrir neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×