Fótbolti

Átján dómarar settir í bann í Nígeríu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
vísir/getty
Dómarasamtökin í Nígeríu ætla sér að uppræta alla spillingu innan sinna raða og fyrsta skrefið í þá átt að var að setja átján dómara í bann.

Allir dómararnir eru grunaðir um að hafa þegið mútur og fá ekki að dæma fyrr en mál þeirra hafa verið til lykta leidd.

„Samtökin fordæma alla spillingu og mun ekki sætta sig við að dómarar taki við mútum,“ sagði Tade Azeez, formaður dómarasamtakanna í Nígeríu.

Mútur til dómara hefur verið stórt vandamál í afrískum fótbolta en nú á að tækla vandamálið af fullum þunga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×