Fótbolti

„Ríka fólkið fer í ekki í IKEA“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic Getty/Shaun Clark
Zlatan Ibrahimovic hefur sett markið hátt á sínu öðru tímabili í bandarísku MLS-deildinni og sparar ekki yfirlýsingarnar í nýjasta viðtalinu sínu.

Zlatan Ibrahimovic skoraði 22 mörk í 27 leikjum á sínu fyrsta tímabili en Los Angeles Galaxy komst samt ekki í úrslitakeppnina.

„Ég skal gefa ykkur gjöf á þessu tímabili. Ég mun bæta öll MLS-metin á þessu tímabili,“ sagði Zlatan Ibrahimovic fyrir framan fullan sal af leikmönnum, starfsfólki og styrktaraðilum Los Angeles Galaxy liðsins.

MLS-blaðamaðurinn Adam Serrano segir frá þessu á Twitter og Expressen fjallar um það líka. Zlatan Ibrahimovic sló að sjálfsögðu í gegn á þessu boði með styrktaraðila í gærkvöldi.





Zlatan Ibrahimovic sagði meðal annars sögu af sér og eiginkonunni Helenu Seger sem kallaði fram hlátrasköll hjá gestunum. Með í sögunni var ónefndur sölumaður.

„Ég sagði konunni minni: Keyptu hús með innréttingum. Hún sagði: Það var ekkert slíkt í boði. Þá sagði ég: Allt í lagi en þá ferðu bara og kaupir allt í IKEA,“ sagði Zlatan Ibrahimovic og hélt svo áfram því nú blandaði sölumaðurinn sér inn í samtalið.

„Þá sagði sölumaðurinn: En ríka fólkið fer ekki í IKEA. Þá svaraði ég: En gáfaða fólkið gerir það,“ sagði Zlatan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×