Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir stærsta hluta máls rúmenskra verkamannanna snúa að því að sanna að þeir hafi verið beittir nauðung, með því að sýna fram á að þeir hafa verið algjörlega uppá atvinnurekenda komnir, bæði hvað varðar laun og húsnæði.

Áfram er fjallað um mál Rúmenanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 en mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins kom saman í annað sinn vegna málsins í dag.

Í kvöldfréttum er einnig fjallað um stafrænt kynferðisofbeldi en unnið er að stefnu í málaflokknum. Lögfræðingur og doktorsnemi sem kemur að stefnumótuninni segir Ísland ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn ofbeldinu.

Þetta er meðal efnis í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×