Sóttvarnalæknir skorar á ráðherra að gera bólusetningu gegn hlaupabólu almenna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. febrúar 2019 19:00 Eitt barn lést í fyrra vegna hlaupabólu hér á landi og segir sóttvarnarlæknir að sjúkdómurinn geti orðið mjög alvarlegur og eru nokkur dæmi um að börn hafi þurft að leggjast inn á spítala vegna hans. Embætti landlæknis skorar nú á ráðherra að gera bólusetningu barna gegn hlaupabólu almenna. Eins og staðan er í dag eru um fimm prósent íslenskra barna bólusett gegn hlaupabólu. Bólusetningin er ekki hluti af reglubundinni bólusetningu barna, en sumir foreldrar kjósa að bólusetja börn sín og kaupa lyfið þá sjálf. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir að undanfarin misseri hafi Embætti landlæknis fundið fyrir talsverðum þrýstingi, bæði frá almenningi og heilbrigðisstarfsfólki, að taka þessa bólusetningu inn í almenna bólusetningu. Nokkur lönd í Evrópu hafi farið þessa leið sem hafi reynst mjög vel. „Við erum að skoða það mjög alvarlega hvort það eigi ekki að gera það og höfum skorað á ráðherra að það verði gert,“ segir Þórólfur. Nú sé beðið eftir vilyrði og fjárveitingu frá stjórnvöldum. Þórólfur segir að nánast öll íslensk börn fái hlaupabólu fyrir tíu ára aldur, í flestum tilfellum séu börn veik í um eina viku og sjúkdómurinn verði ekki alvarlegur. „Í nokkrum tilvikum þá getur hlaupabóla verið ansi alvarleg og í stöku tilfellum getur hún orðið lífshættuleg og börn geta þurft að leggjast inn á spítala og í stöku tilfellum geta börn dáið úr þessu en það er sem betur fer mjög sjaldgjæft.“Hefur það gerst á Íslandi? „Já, það gerðist á síðasta ári að eitt barn lést.“ Þá glíma hluti þeirra barna sem fá hlaupabólu við alvarlegar afleiðingar. „Sérstaklega húðsýkingar og sum börn þarf að leggja inn á sjúkrahús vegna þessa,“ segir Þórólfur. Þá geti hlaupabóla einnig verið mjög alvarlegur sjúkdómur hjá fullorðnum einstaklingum. „Þetta er hagkvæm bólusetning og hún er hættulaus. Og mjög áhrifarík í því að koma í veg fyrir hlaupabólu og kemur í veg fyrir Ristil síðar meir hjá fullorðnum sem getur verið mjög alvarlegur og erfiður sjúkdómur. Þannig það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að hefja hér almenna bólusetningu ef við fáum fjármagn til að gera það,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira
Eitt barn lést í fyrra vegna hlaupabólu hér á landi og segir sóttvarnarlæknir að sjúkdómurinn geti orðið mjög alvarlegur og eru nokkur dæmi um að börn hafi þurft að leggjast inn á spítala vegna hans. Embætti landlæknis skorar nú á ráðherra að gera bólusetningu barna gegn hlaupabólu almenna. Eins og staðan er í dag eru um fimm prósent íslenskra barna bólusett gegn hlaupabólu. Bólusetningin er ekki hluti af reglubundinni bólusetningu barna, en sumir foreldrar kjósa að bólusetja börn sín og kaupa lyfið þá sjálf. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir að undanfarin misseri hafi Embætti landlæknis fundið fyrir talsverðum þrýstingi, bæði frá almenningi og heilbrigðisstarfsfólki, að taka þessa bólusetningu inn í almenna bólusetningu. Nokkur lönd í Evrópu hafi farið þessa leið sem hafi reynst mjög vel. „Við erum að skoða það mjög alvarlega hvort það eigi ekki að gera það og höfum skorað á ráðherra að það verði gert,“ segir Þórólfur. Nú sé beðið eftir vilyrði og fjárveitingu frá stjórnvöldum. Þórólfur segir að nánast öll íslensk börn fái hlaupabólu fyrir tíu ára aldur, í flestum tilfellum séu börn veik í um eina viku og sjúkdómurinn verði ekki alvarlegur. „Í nokkrum tilvikum þá getur hlaupabóla verið ansi alvarleg og í stöku tilfellum getur hún orðið lífshættuleg og börn geta þurft að leggjast inn á spítala og í stöku tilfellum geta börn dáið úr þessu en það er sem betur fer mjög sjaldgjæft.“Hefur það gerst á Íslandi? „Já, það gerðist á síðasta ári að eitt barn lést.“ Þá glíma hluti þeirra barna sem fá hlaupabólu við alvarlegar afleiðingar. „Sérstaklega húðsýkingar og sum börn þarf að leggja inn á sjúkrahús vegna þessa,“ segir Þórólfur. Þá geti hlaupabóla einnig verið mjög alvarlegur sjúkdómur hjá fullorðnum einstaklingum. „Þetta er hagkvæm bólusetning og hún er hættulaus. Og mjög áhrifarík í því að koma í veg fyrir hlaupabólu og kemur í veg fyrir Ristil síðar meir hjá fullorðnum sem getur verið mjög alvarlegur og erfiður sjúkdómur. Þannig það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að hefja hér almenna bólusetningu ef við fáum fjármagn til að gera það,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira