Sóttvarnalæknir skorar á ráðherra að gera bólusetningu gegn hlaupabólu almenna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. febrúar 2019 19:00 Eitt barn lést í fyrra vegna hlaupabólu hér á landi og segir sóttvarnarlæknir að sjúkdómurinn geti orðið mjög alvarlegur og eru nokkur dæmi um að börn hafi þurft að leggjast inn á spítala vegna hans. Embætti landlæknis skorar nú á ráðherra að gera bólusetningu barna gegn hlaupabólu almenna. Eins og staðan er í dag eru um fimm prósent íslenskra barna bólusett gegn hlaupabólu. Bólusetningin er ekki hluti af reglubundinni bólusetningu barna, en sumir foreldrar kjósa að bólusetja börn sín og kaupa lyfið þá sjálf. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir að undanfarin misseri hafi Embætti landlæknis fundið fyrir talsverðum þrýstingi, bæði frá almenningi og heilbrigðisstarfsfólki, að taka þessa bólusetningu inn í almenna bólusetningu. Nokkur lönd í Evrópu hafi farið þessa leið sem hafi reynst mjög vel. „Við erum að skoða það mjög alvarlega hvort það eigi ekki að gera það og höfum skorað á ráðherra að það verði gert,“ segir Þórólfur. Nú sé beðið eftir vilyrði og fjárveitingu frá stjórnvöldum. Þórólfur segir að nánast öll íslensk börn fái hlaupabólu fyrir tíu ára aldur, í flestum tilfellum séu börn veik í um eina viku og sjúkdómurinn verði ekki alvarlegur. „Í nokkrum tilvikum þá getur hlaupabóla verið ansi alvarleg og í stöku tilfellum getur hún orðið lífshættuleg og börn geta þurft að leggjast inn á spítala og í stöku tilfellum geta börn dáið úr þessu en það er sem betur fer mjög sjaldgjæft.“Hefur það gerst á Íslandi? „Já, það gerðist á síðasta ári að eitt barn lést.“ Þá glíma hluti þeirra barna sem fá hlaupabólu við alvarlegar afleiðingar. „Sérstaklega húðsýkingar og sum börn þarf að leggja inn á sjúkrahús vegna þessa,“ segir Þórólfur. Þá geti hlaupabóla einnig verið mjög alvarlegur sjúkdómur hjá fullorðnum einstaklingum. „Þetta er hagkvæm bólusetning og hún er hættulaus. Og mjög áhrifarík í því að koma í veg fyrir hlaupabólu og kemur í veg fyrir Ristil síðar meir hjá fullorðnum sem getur verið mjög alvarlegur og erfiður sjúkdómur. Þannig það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að hefja hér almenna bólusetningu ef við fáum fjármagn til að gera það,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Eitt barn lést í fyrra vegna hlaupabólu hér á landi og segir sóttvarnarlæknir að sjúkdómurinn geti orðið mjög alvarlegur og eru nokkur dæmi um að börn hafi þurft að leggjast inn á spítala vegna hans. Embætti landlæknis skorar nú á ráðherra að gera bólusetningu barna gegn hlaupabólu almenna. Eins og staðan er í dag eru um fimm prósent íslenskra barna bólusett gegn hlaupabólu. Bólusetningin er ekki hluti af reglubundinni bólusetningu barna, en sumir foreldrar kjósa að bólusetja börn sín og kaupa lyfið þá sjálf. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir að undanfarin misseri hafi Embætti landlæknis fundið fyrir talsverðum þrýstingi, bæði frá almenningi og heilbrigðisstarfsfólki, að taka þessa bólusetningu inn í almenna bólusetningu. Nokkur lönd í Evrópu hafi farið þessa leið sem hafi reynst mjög vel. „Við erum að skoða það mjög alvarlega hvort það eigi ekki að gera það og höfum skorað á ráðherra að það verði gert,“ segir Þórólfur. Nú sé beðið eftir vilyrði og fjárveitingu frá stjórnvöldum. Þórólfur segir að nánast öll íslensk börn fái hlaupabólu fyrir tíu ára aldur, í flestum tilfellum séu börn veik í um eina viku og sjúkdómurinn verði ekki alvarlegur. „Í nokkrum tilvikum þá getur hlaupabóla verið ansi alvarleg og í stöku tilfellum getur hún orðið lífshættuleg og börn geta þurft að leggjast inn á spítala og í stöku tilfellum geta börn dáið úr þessu en það er sem betur fer mjög sjaldgjæft.“Hefur það gerst á Íslandi? „Já, það gerðist á síðasta ári að eitt barn lést.“ Þá glíma hluti þeirra barna sem fá hlaupabólu við alvarlegar afleiðingar. „Sérstaklega húðsýkingar og sum börn þarf að leggja inn á sjúkrahús vegna þessa,“ segir Þórólfur. Þá geti hlaupabóla einnig verið mjög alvarlegur sjúkdómur hjá fullorðnum einstaklingum. „Þetta er hagkvæm bólusetning og hún er hættulaus. Og mjög áhrifarík í því að koma í veg fyrir hlaupabólu og kemur í veg fyrir Ristil síðar meir hjá fullorðnum sem getur verið mjög alvarlegur og erfiður sjúkdómur. Þannig það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að hefja hér almenna bólusetningu ef við fáum fjármagn til að gera það,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira