Fótbolti

Búið að henda Pro Piacenza úr Serie C

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá sjö manna lið Pro Piacenza.
Hér má sjá sjö manna lið Pro Piacenza.
Ítalska C-deildarliðið Pro Piacenza komst óvænt í heimsfréttirnar á dögunum er liðið tapaði 20-0 og það sem meira er þá mætti það til leiks með aðeins sjö leikmenn.

Leikmennirnir voru þess utan allt unglingar og hinn 18 ára gamli fyrirliði liðsins var líka skráður sem þjálfari í leiknum.

Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Piacenza nær ekki að fullmanna sitt lið og ítalska knattspyrnusambandið hefur fengið nóg. Því er búið að henda Piacenza úr deildinni.

Félagið er í miklum fjárhagserfiðleikum og hefur ekki getað greitt laun síðustu mánuði. Sekt upp á 2,7 milljónir sem félagið var að fá núna er því ekki að hjálpa neitt til.

Eins og staðan er núna er óvíst hvort félagið lifi þessi nýjustu áföll af. Það var stofnað árið 1919.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×