Handbolti

Aron Dagur í viðræðum við Alingsås en ekki búinn að semja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Dagur í leik gegn ÍBV.
Aron Dagur í leik gegn ÍBV. vísir/bára
Stjörnumaðurinn Aron Dagur Pálsson segir það rétt sem komi fram í sænskum fjölmiðlum að hann sé í viðræðum við sænska úrvalsdeildarliðið Alingsås.

„Ég hef verið í viðræðum við þá en það er ekkert frágengið. Ég er einn af þeim leikmönnum sem þeir eru að skoða,“ sagði Aron Dagur við íþróttadeild í morgun.

Hann segir lið í Skandinavíu og Þýskalandi hafa verið að sýna sér áhuga og staðfestir að hann sé á leið úr landi næsta sumar.

„Ég get alveg staðfest að ég ætla mér út í sumar og spila erlendis næsta vetur. Ég er að vonast til að þessi mál skýrist á næstu dögum hjá mér,“ segir Stjörnumaðurinn og bíður spenntur eftir því að þetta klárist allt saman.

„Það væri vissulega betra að þurfa ekki að standa í þessu á sama tíma og maður er að spila en svona er þetta bara. Ég hef reynt að láta þetta ekki trufla mig of mikið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×