Fótbolti

Meistarakeppnin á Spáni verður hér eftir á flakki um heiminn og með fleiri liðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi með sigurlaunin í meistarakeppnini á Spáni.
Lionel Messi með sigurlaunin í meistarakeppnini á Spáni. Getty/Joan Cros Garcia
Meistarakeppnin í spænska fótboltanum mun taka breytingum á næstunni en bæði munu fleiri félög taka þátt sem og að keppnin verður hér eftir spiluð utan Spánar.

Síðasta meistarakeppnin á Spáni var einn leikur á milli spænsku meistaranna og spænsku bikarmeistaranna og fór hann fram í Marokkó. Áður fyrr léku fyrrnefnd félög tvö leiki, heima og að heiman.

Í framtíðinni verða aftur á móti fjögur lið í keppninni og mun keppnin fara fram utan Spánar.





Í keppninni munu hér eftir vera tvö efstu liðin í deildinni og síðan liðin sem spiluðu til úrslita í spænsku bikarkeppninni.

Yfirmenn í spænsku knattspyrnusambandinu vonast til að þessi breyting verði til að auka áhuga á spænsku deildinni erlendis.

Stefnan er að þessi nýja útgáfa á meistarakeppninni fari fram fyrir næsta tímabil en það á þó eftir að ganga frá öllum lausum endum í skipulaginu.

Einn leikur í spænsku deildinni á þessu tímabili, leikur Girona og Barcelona, átti að fara fram í Miami í Bandaríkjunum í næsta mánuði en hætt var við það eftir mikla óánægju hjá bæði leikmannasamtökunum og dómurum.

Spænska deildin hafði undirritað samning um að einn leikur á tímabili yrði spilaður í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×