Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti breytingar í skattamálum á blaðamannafundi nú síðdegis og verður fjallað um þær í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig er rætt við verkalýðsforystuna á almenna vinnumarkaðnum sem lýsir yfir miklum vonbrigðum með útspil stjórnvalda til að liðka fyrir kjaraviðræðum.

Einnig verður ítarlegt viðtal við fjölskyldu Jóns Þrastar sem hefur verið leitað að í Dyflinn í tíu daga.  Fjölskyldan segir Jón Þröst vera klettinn í fjölskyldunni og skilur ekki hvað hafi orðið af honum. Hann sé mikill fjölskyldumaður og er við góða heilsu, bæði andlega og líkamlega, og ekkert í forsögu hans geti skýrt hvarf hans. Fjölskyldan segir erfitt að standa í leitinni meira og minna á eigin vegum enda vön því á Íslandi að fjöldi manns fari út að leita ef eitthvað svona komi upp á.

Einnig verður fjallað um skýrslu um smálán, Víkurgarð, nýja Boeing 737 MAX þotu og fleira í þéttum fréttapakka í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×