Innlent

Logi ósáttur við fyrirhugaðar skattabreytingar: "Ekkert hróflað við ofurlaunum eða fjármagnstekjum“

Sylvía Hall skrifar
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar Vísir/Vilhelm
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. Hann segir útspilið nema tveimur stórum pizzum, einum skammti af brauðstöngum og öðrum af kjúklingavængjum á nettilboði númer 2 hjá Dominos.

Logi segir láglaunafólk munu nýta þessa viðbót til þess að stoppa í göt heimilsbókhaldsins en það dugi skammt. Þá telur hann breytingarnar frekar hafa átt að fara öll til lág- og millitekjuhópa.

„Þessir 14 milljarðar sem að aðgerðin kostar hefði betur öll farið til lág- og millitekjuhópa en ekki til þeirra sem hafa hæst launin. Hér er ekki um næga jöfnunaraðgerð að ræða og ekkert hróflað ofurlaunum eða fjármagnstekjum.“

Hér að neðan má lesa færslu Loga.


Tengdar fréttir

Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×