Enski boltinn

Sarri stýrir Chelsea á fimmtudag: Zidane og Lampard efstir á blaði verði hann rekinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sarri á hliðarlínunni í gær.
Sarri á hliðarlínunni í gær. vísir/getty
Maurizio Sarri verður í brúnni er Chelsea mætir Malmö í síðar leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudagskvöldið.

Gengi Chelsea hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og 2-0 tapið gegn Manchester United í enska bikarnum fyllti mælinn að margra mati en stuðningsmenn Chelsea bauluðu á liðið.

Æðstu stjórnendur eru sagðir hafa hist á fundi í dag og rætt stöðu Sarri en þeir komust að þeirri niðurstöðu að hann verði að minnsta kosti í brúnni yfir leikinn á fimmtudaginn.







Heimildir Sky Sports fréttastofunar herma enn frekar að þessir sömu stjórnendur hafi mestan áhuga á að fá Zinedine Zidane eða Frank Lampard verði Sarri rekinn frá félaginu.

Zidane er atvinnulaus eftir að hafa hætt með þrefalda Evrópumeistara Real Madrid síðasta sumar og Lampard er í sínu fyrsta stjórastarfi, hjá Derby County, en hann tók við liðinu síðasta sumar.










Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×