Nýja sjúkrahótelið hefur kostað 2,3 milljarða króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 06:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Fréttablaðið/Stefán Núverandi kostnaður vegna heildarframkvæmdarinnar við 75 herbergja sjúkrahótel við Hringbraut er 2.143 milljónir króna, óverðbætt og án innbúnaðar. Samkvæmt upplýsingum frá Nýja Landspítalanum ohf. er um að ræða framúrkeyrslu upp á 7,8 prósent frá uppfærðum kostnaðaráætlunum. Það skýrist meðal annars af breytingum á klæðningu hússins og magnaukningu í raflögnum og loftræstingu. Kostnaður vegna innbúnaðar eftir útboð er um 150 milljónir króna. Alls gerir þetta tæplega 2,3 milljarða króna. Sjúkrahótelið var afhent í gær. Á næstu árum rís á reit Nýs Landspítala við Hringbraut meðferðarkjarni, rannsóknarhús og bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús.Núverandi kostnaður vegna heildarverkframkvæmdarinnar við sjúkrahótelið, allir verkhlutar, óverðbætt og án innbúnaðar eru 2.143 mkr. Fréttablaðið/Anton BrinkÍ tilkynningum til fjölmiðla í gær kom kostnaðurinn við sjúkrahótelið ekki fram. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., sagði í Fréttablaðinu í gær að sá kostnaður yrði ekki upplýstur fyrr en eftir afhendingu. Fyrsta skóflustungan að sjúkrahótelinu var tekin 2015. Átti það að vera fullbyggt vorið 2017 en á því ári urðu deilur milli verktaka og verkkaupa um framvinduna. Í lok nóvember 2018 varð sátt um verkskil og deilumálinu vísað til gerðardóms. Klæðning sjúkrahótelsins er sérstök og í raun listaverk, unnið af Finnboga Péturssyni myndlistarmanni. Verkið tafðist verulegu vegna hennar. „Verkkaupi ákvað í ljósi endurrýni og öryggismats á festingakerfi klæðningarinnar að láta endurhanna kerfið og fara fram með um leið dýrari lausn en gert var ráð fyrir í upphafi til að tryggja öll umhverfis- og öryggissjónarmið. Við það breyttist kostnaðarmat hússins,“ segir í svari Nýja Landspítalans ohf. til Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Verja hálfum milljarði í list á Landspítalanum Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 544 milljónum verði varið í listaverk á Nýja Landspítalanum. Ber að setja minnst 1% af heildarbyggingarkostnaði nýbygginga ríkisins í listaverk. Veggklæðning nýja sjúkrahótelsins telst listaverk. 31. janúar 2019 06:00 Svandís segir sjúkrahótel gríðarleg þáttaskil Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. 31. janúar 2019 21:15 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Núverandi kostnaður vegna heildarframkvæmdarinnar við 75 herbergja sjúkrahótel við Hringbraut er 2.143 milljónir króna, óverðbætt og án innbúnaðar. Samkvæmt upplýsingum frá Nýja Landspítalanum ohf. er um að ræða framúrkeyrslu upp á 7,8 prósent frá uppfærðum kostnaðaráætlunum. Það skýrist meðal annars af breytingum á klæðningu hússins og magnaukningu í raflögnum og loftræstingu. Kostnaður vegna innbúnaðar eftir útboð er um 150 milljónir króna. Alls gerir þetta tæplega 2,3 milljarða króna. Sjúkrahótelið var afhent í gær. Á næstu árum rís á reit Nýs Landspítala við Hringbraut meðferðarkjarni, rannsóknarhús og bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús.Núverandi kostnaður vegna heildarverkframkvæmdarinnar við sjúkrahótelið, allir verkhlutar, óverðbætt og án innbúnaðar eru 2.143 mkr. Fréttablaðið/Anton BrinkÍ tilkynningum til fjölmiðla í gær kom kostnaðurinn við sjúkrahótelið ekki fram. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., sagði í Fréttablaðinu í gær að sá kostnaður yrði ekki upplýstur fyrr en eftir afhendingu. Fyrsta skóflustungan að sjúkrahótelinu var tekin 2015. Átti það að vera fullbyggt vorið 2017 en á því ári urðu deilur milli verktaka og verkkaupa um framvinduna. Í lok nóvember 2018 varð sátt um verkskil og deilumálinu vísað til gerðardóms. Klæðning sjúkrahótelsins er sérstök og í raun listaverk, unnið af Finnboga Péturssyni myndlistarmanni. Verkið tafðist verulegu vegna hennar. „Verkkaupi ákvað í ljósi endurrýni og öryggismats á festingakerfi klæðningarinnar að láta endurhanna kerfið og fara fram með um leið dýrari lausn en gert var ráð fyrir í upphafi til að tryggja öll umhverfis- og öryggissjónarmið. Við það breyttist kostnaðarmat hússins,“ segir í svari Nýja Landspítalans ohf. til Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Verja hálfum milljarði í list á Landspítalanum Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 544 milljónum verði varið í listaverk á Nýja Landspítalanum. Ber að setja minnst 1% af heildarbyggingarkostnaði nýbygginga ríkisins í listaverk. Veggklæðning nýja sjúkrahótelsins telst listaverk. 31. janúar 2019 06:00 Svandís segir sjúkrahótel gríðarleg þáttaskil Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. 31. janúar 2019 21:15 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Verja hálfum milljarði í list á Landspítalanum Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 544 milljónum verði varið í listaverk á Nýja Landspítalanum. Ber að setja minnst 1% af heildarbyggingarkostnaði nýbygginga ríkisins í listaverk. Veggklæðning nýja sjúkrahótelsins telst listaverk. 31. janúar 2019 06:00
Svandís segir sjúkrahótel gríðarleg þáttaskil Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. 31. janúar 2019 21:15