Enski boltinn

Sá í sjónvarpinu að boltinn fór „kannski af hendinni“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aguero fagnar þriðja markinu.
Aguero fagnar þriðja markinu. vísir/getty
Sergio Aguero skoraði öll þrjú mörk Manchester City í 3-1 sigrinum gegn Arsenal í gærkvöldi en þriðja markið þótti umdeilt.

Bernd Leno, markvörður Arsenal, sló fyrirgjöf Raheem Sterling í Aguero og boltinn fór þaðan yfir línua en leikmenn Arsenal vildu fá hendi á Aguero.

„Í hreinskilni sagt hélt ég að þetta hafi farið af bringunni en núna sé ég í sjónvarpinu að þetta var kannski hendi,“ sagði Aguero í viðtali við Sky Sports í leikslok.

Með þrennunni í gær er Aguero einungis einni þrennu frá Alan Shearer en enski framherjinn gerði ellefu þrennur í úrvalsdeildinni. Aguero er nú búinn að skora tíu.

„Það er frábært að vera búinn að skora tíu þrennur en það er mikilvægara að vinna, þrátt fyrir að ég er auðvitað ánægður með að skora. Það er mikilvægt að skora snemma því síðast skoraði ég eftir 25 sekúndur og við töpuðum en nú unnum við.“

„Það er mikilvæg að skora og vinna. Það er mikilvægt að berjast í hverjum einasta leik. Núna verðum við að hugsa um Everton á miðvikudaginn því það verður erfiður leikur,“ sagði Argentínumaðurinn.


Tengdar fréttir

United tók fimmta sætið af Arsenal

Manchester United fór upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með eins marks sigri á Leicester í dag. Ole Gunnar Solskjær hefur enn ekki tapað leik eftir 10 leiki í stjórasætinu hjá United.

De Bruyne: Jafn mikil pressa á City og Liverpool

Kevin de Bruyne segir Liverpool og Manchester City vera með jafn mikla pressu á sér að vinna ensku úrvalsdeildina. Liðin eru í harðri baráttu um efsta sæti deildarinnar.

Pochettino: Mun aldrei halda með Arsenal

Arsenal getur gert nágrönnum sínum í norður Lundúnum greiða með því að vinna Manchester City í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þrátt fyrir það mun Mauricio Pochettino þó ekki halda með Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×