Innlent

Í fangelsi fyrir að þykjast vera lögreglumaður

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Klæddist einkennisjakka lögreglu og fékk dóm fyrir brot gegn valdstjórninni.
Klæddist einkennisjakka lögreglu og fékk dóm fyrir brot gegn valdstjórninni. Fréttablaðið/Anton Brink
Maður var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni með því að hafa opinberlega og án heimildar klæðst einkennisjakka sem áskilinn er íslensku lögreglunni og hluti af einkennisbúningi hennar, við Lækjarvað í Reykjavík síðastliðið sumar. 

Þá hafði maðurinn einnig haft í vörslu sinni útdraganlega kylfu, sem ekki er ætluð til íþróttaiðkunar og ein handjárn úr málmi.

Ekki kemur fram í dómnum hvernig maðurinn komst yfir umræddar eignir lögreglunnar en tækin voru, auk jakkans, gerð upptæk samkvæmt dómsorði.

Maðurinn var einnig dæmdur fyrir fíkniefnabrot og fyrir umferðarlagabrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×