Skytturnar unnu án Aubameyang og Özil

Dagur Lárusson skrifar
Lacazette skoraði í fjarveru Aubameyang.
Lacazette skoraði í fjarveru Aubameyang. vísir/getty
Unai Emery og lærisveinar hans í Arsenal komust aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni með 2-0 sigri á lánlausu liði Huddersfield í dag.

 

Liðsmenn Huddersfield mættu ákveðnir til leiks en allan leikinn glímdi liðið þó við sama vandamál og það hefur verið að glíma við allt tímabilið og það er markaskorun. 

 

Liðsmenn Arsenal náðu að nýta sér tvær skyndisóknir í fyrri hálfleiknum sem þeir Alex Iwobi og Lacazette skoruðu úr. Staðan 2-0 í hálfleiknum.

 

Í seinni hálfleiknum héldu liðsmenn Huddersfield áfram að sækja og voru meira með boltann heldur en Arsenal. Vandamál Hudderfield hélt þó áfram allt þar til á 90. mínútu en þá var það samt sem áður ekki Huddersfield leikmaður sem skoraði heldur skoraði Sead Kolasinac sjálfsmark og staðan því 2-1.

 

Nær komust heimamenn þó ekki og sigur Arsenal því staðreynd. Eftir leikinn er Arsenal með 50 stig í sjötta sæti.

 



 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira