Erlent

Á leynifundum með hernum í Venesúela

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Juan Guaido.
Juan Guaido. vísir/getty
Juan Guaido, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu.

Þetta kemur fram í grein sem Guaido skrifar í bandaríska stórblaðið New York Times.

Guaido lýsti sig réttmætan forseta á dögunum og sakar núverandi forseta Nicolas Maduro um valdarán. Hingað til hefur herinn staðið við bakið á Maduro og það gera einnig Rússar og Kínverjar.

Guaido nýtur hins vegar stuðnings Bandaríkjamanna, Kanada og fjölda suðurameríkuríkja.

Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði á Twitter í gær að hann hafi rætt við Gaido og að hann styðji valdatöku hans.

„Baráttan fyrir frelsinu er hafin,“ bætti forsetinn við.


Tengdar fréttir

Venesúelamenn vilja vestræn vopn

Liðhlaupar úr venesúelska hernum leita á náðir Bandaríkjanna og biðja um að stjórnarandstæðingum í Venesúela séu send vopn svo hægt sé að steypa Nic­olás Maduro forseta af stóli.

Guaidó í farbann og eignir frystar

Hæstiréttur Venesúela hefur bannað leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, Juan Guaídó, að yfirgefa landið og þá hafa bankareikningar hans verið frystir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×