Hefur áhyggjur af íbúaþróun á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. janúar 2019 09:51 Gunnar Gíslason er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Stefnt er að því að ráðast í samkeppnis- og markaðsgreiningu á atvinnu- og íbúðamarkaði á Akureyri. Bæjarfulltrúar hafa áhyggjur af íbúaþróun í bænum og vilja að ráðist verði í markaðssetningu á kostum bæjarins. Íbúum bæjarins fjölgaði um 138 á síðasta ári og eru þeir nú 18.927 samkvæmt tölum Þjóðskrár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn setur spurningamerki við þróunina og bendir á að stór hluti þeirra sem flutt hafi í bæinn á síðasta ári sé ekki líklegur til að staldra lengi við. „Erlendum ríkisborgurum fjölgar um 154 og stór hluti þeirrar fjölgunar, eftir því sem mér skilst, eru farandverkamenn sem koma hingað til að vinna. Þá er spurningin: Er einhver fjölgun á Akureyri?“ spyr Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Fæðingar færri en reiknað var með Þá hefur fjöldi fæðinga í bænum verið færri en reiknað hefur verið með. Árið 2013 var gert ráð fyrir 275 fæðingum á ári næstu árin en þær voru hins vegar tvö hundruð á síðasta ári, 211 árið áður. Gunnar telur að rekja megi það til fækkunar í lykilaldurshópum í bænum. „Það segir okkur náttúrulega það að það er ekki að byggjast upp fjöldi íbúa á þessum aldri sem eru þá líka fólkið sem er að eignast börnin. Þar af leiðandi fækkar fæðingum. Þetta er náttúrulega eitthvað sem við verðum að fara að horfa til. Þetta er uppistaðan í þeim sem er að stunda hérna atvinnu, er að greiða útsvar og þar fram eftir götunum.“Frá Akureyri.GettyBrýnt að fjölga íbúum til að standa undir háu þjónustustigi Að mati Gunnars er þjónustustig bæjarins hátt og því brýnt að fjölga útsvarsgreiðendum til þess að bærinn geti staðið undir þjónustunni. Fjölga þurfi atvinnutækifærum til þess að laða að íbúa. Ýmislegt sé hægt að gera í þeim efnum. „Við höfum þá líka bent á móti á möguleikann á því að reyna að auka millilandaflugið og auka þá ferðamannastrauminn hingað. Það er sennilega fljótlegasta leiðin til að byggja upp störf.“Vörn í sókn Bæjarráð samþykkti á fimmtudag að ráðist yrði í greiningu á stöðunni og í kjölfarið verði ráðist í markaðssetningu á kostum bæjarins. Gunnar telur að löngu sé tímabært að snúa vörn í sókn. „Við getum ekki bara staðið og horft á og vonað að hlutirnir lagist. Við þurfum að gera eitthvað. Það er eina leiðin,“ segir Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Akureyri Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Stefnt er að því að ráðast í samkeppnis- og markaðsgreiningu á atvinnu- og íbúðamarkaði á Akureyri. Bæjarfulltrúar hafa áhyggjur af íbúaþróun í bænum og vilja að ráðist verði í markaðssetningu á kostum bæjarins. Íbúum bæjarins fjölgaði um 138 á síðasta ári og eru þeir nú 18.927 samkvæmt tölum Þjóðskrár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn setur spurningamerki við þróunina og bendir á að stór hluti þeirra sem flutt hafi í bæinn á síðasta ári sé ekki líklegur til að staldra lengi við. „Erlendum ríkisborgurum fjölgar um 154 og stór hluti þeirrar fjölgunar, eftir því sem mér skilst, eru farandverkamenn sem koma hingað til að vinna. Þá er spurningin: Er einhver fjölgun á Akureyri?“ spyr Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Fæðingar færri en reiknað var með Þá hefur fjöldi fæðinga í bænum verið færri en reiknað hefur verið með. Árið 2013 var gert ráð fyrir 275 fæðingum á ári næstu árin en þær voru hins vegar tvö hundruð á síðasta ári, 211 árið áður. Gunnar telur að rekja megi það til fækkunar í lykilaldurshópum í bænum. „Það segir okkur náttúrulega það að það er ekki að byggjast upp fjöldi íbúa á þessum aldri sem eru þá líka fólkið sem er að eignast börnin. Þar af leiðandi fækkar fæðingum. Þetta er náttúrulega eitthvað sem við verðum að fara að horfa til. Þetta er uppistaðan í þeim sem er að stunda hérna atvinnu, er að greiða útsvar og þar fram eftir götunum.“Frá Akureyri.GettyBrýnt að fjölga íbúum til að standa undir háu þjónustustigi Að mati Gunnars er þjónustustig bæjarins hátt og því brýnt að fjölga útsvarsgreiðendum til þess að bærinn geti staðið undir þjónustunni. Fjölga þurfi atvinnutækifærum til þess að laða að íbúa. Ýmislegt sé hægt að gera í þeim efnum. „Við höfum þá líka bent á móti á möguleikann á því að reyna að auka millilandaflugið og auka þá ferðamannastrauminn hingað. Það er sennilega fljótlegasta leiðin til að byggja upp störf.“Vörn í sókn Bæjarráð samþykkti á fimmtudag að ráðist yrði í greiningu á stöðunni og í kjölfarið verði ráðist í markaðssetningu á kostum bæjarins. Gunnar telur að löngu sé tímabært að snúa vörn í sókn. „Við getum ekki bara staðið og horft á og vonað að hlutirnir lagist. Við þurfum að gera eitthvað. Það er eina leiðin,“ segir Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Akureyri Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira