Innlent

Enn stendur til að halda #metoo ráðstefnu

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Hugmyndin um að fresta #metoo ráðstefnu sem átti að halda við þingsetningu á morgun var að frumkvæði Karenar Kjartansdóttur, framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar.  Ráðstefnuna átti að halda á vegum flokkanna og í þverpólitísku samstarfi.

Í fréttum okkar í gær gagnrýndu Ungar athafnakonur þá niðurstöðu að fresta sameiginlegri ráðstefnu stjórnmálaflokka á Alþingi um #metoo. Þær beindum orðum sínum til stjórnvalda og leiðtoga í atvinnulífinu að leggja áherslu á að uppræta það kynferðisáreiti og ofbeldi sem #metoo byltingin leiddi í ljós að á sér oft stað á vinnustöðum.

Framkvæmdastjórar flokkana hafa setið fundi til að skipuleggi ráðstefnuna og var stefnt á að halda hana viðþingsetningu á morgun.

Í samtali við fréttastofu segir framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar umræðu um að fresta ráðstefnunni hafi verið hugmynd sem lögð var fram til að halda þverpólitísku samstarfi áfram á þessum vettvangi eftir að Miðflokkurinn dró sig út úr skipulagi ráðstefnunnar fyrr í mánuðinum. Ekki hafi verið búið að auglýsa dagsetningu eða ákveða yfirskrift. Enn stendur til að halda fundinn.


Tengdar fréttir

Gagnrýna stjórnvöld fyrir að fresta #metoo ráðstefnu

Ungar athafnakonur gagnrýna stjórnvöld fyrir að fresta ráðstefnu um #metoo byltinguna. Nauðsynlegt sé að halda umræðunni á lofti því enn sé langt í land. Nýrri herferð hefur verið hrint af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×