Erfitt reynist að byggja ódýrt húsnæði Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2019 20:00 Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri félags eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu, segir ríki og borg standa í vegi fyrir því að uppgangur verði í byggingu húsnæðis hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. Félagið fékk úthlutaða lóð fyrir tæpu ári síðan en hefur enn ekki getað hafist handa við að byggja húsnæði á henni. Félagið hefur komi á laggirnar óhagnaðardrifnu leigufélagi með það að markmiði að vinna úr húsnæðisvanda eldri borgara á Höfuðborgarsvæðinu. Félagið hefur í gegnum tíðina byggt rúmlega 400 íbúðir sem seldar hafa verið félagsmönnum en upp á síðkastið hefur þörfin fyrir leiguhúsnæði fyrir þennan aldurshóp aukist. Framkvæmdastjóri félagsins segir borgarráð hafa gefið vilyrði fyrir lóð í apríl í fyrra en núna tæpu ári seinna eru framkvæmdir enn ekki hafnar. „Hér fengum við vilyrði fyrir lóð sem enn er auð en það þarf að vinna hraðar. Allt kerfið þarf að vinna hraðar,“ segir hann og bendir á að félagið hafi unnið mjög þétt með íbúðarlánasjóði og hælir starfsfólki þar. „En öll þau ljón sem eru á þessum vegi, sækja um stofnstyrki og að fá úthlutað lóð, eða frágenginni lóð er alltof alltof flókið.“Auka þarf fjármagnið í málaflokkinn Gísli bendir á að mikil umræða sé um að leysa húsnæðisvanda allra, á bak við hann séu félagmenn sem þurfi að komast í leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Í fréttum okkar fyrir helgi sögðum við einnig frá þeim vanda sem Bjarg íbúðarfélag, sem er óhagnaðardrifið leigufélag, stendur frammi fyrir á Kirkjusandsreitnum. Staðið hefur á framkvæmdum þar því erfitt reynist að fá verktaka í að hann ódýrar íbúðir. Gísli segir því mörg ljón í veginum þegar kemur að því að byggja ódýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að setja í þetta meira fjármagn og skipulagsyfirvöld þurfa að vinna hraðar og þéttar að þessu öllu. Þetta er ekki fyrsta dæmið okkar. Við lentum í svipuðu dæmi upp í árskógum þar sem tafðist bygging þess hús sem við erum núna að ljúka um hálft ár og rúmlega það vegna skipulagsmála og lóðin var ekki tilbúin,“ segir hann. Húsnæðismál Tengdar fréttir Erfitt að fá verktaka í óhagnaðardrifin verk Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. 18. janúar 2019 19:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri félags eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu, segir ríki og borg standa í vegi fyrir því að uppgangur verði í byggingu húsnæðis hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. Félagið fékk úthlutaða lóð fyrir tæpu ári síðan en hefur enn ekki getað hafist handa við að byggja húsnæði á henni. Félagið hefur komi á laggirnar óhagnaðardrifnu leigufélagi með það að markmiði að vinna úr húsnæðisvanda eldri borgara á Höfuðborgarsvæðinu. Félagið hefur í gegnum tíðina byggt rúmlega 400 íbúðir sem seldar hafa verið félagsmönnum en upp á síðkastið hefur þörfin fyrir leiguhúsnæði fyrir þennan aldurshóp aukist. Framkvæmdastjóri félagsins segir borgarráð hafa gefið vilyrði fyrir lóð í apríl í fyrra en núna tæpu ári seinna eru framkvæmdir enn ekki hafnar. „Hér fengum við vilyrði fyrir lóð sem enn er auð en það þarf að vinna hraðar. Allt kerfið þarf að vinna hraðar,“ segir hann og bendir á að félagið hafi unnið mjög þétt með íbúðarlánasjóði og hælir starfsfólki þar. „En öll þau ljón sem eru á þessum vegi, sækja um stofnstyrki og að fá úthlutað lóð, eða frágenginni lóð er alltof alltof flókið.“Auka þarf fjármagnið í málaflokkinn Gísli bendir á að mikil umræða sé um að leysa húsnæðisvanda allra, á bak við hann séu félagmenn sem þurfi að komast í leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Í fréttum okkar fyrir helgi sögðum við einnig frá þeim vanda sem Bjarg íbúðarfélag, sem er óhagnaðardrifið leigufélag, stendur frammi fyrir á Kirkjusandsreitnum. Staðið hefur á framkvæmdum þar því erfitt reynist að fá verktaka í að hann ódýrar íbúðir. Gísli segir því mörg ljón í veginum þegar kemur að því að byggja ódýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að setja í þetta meira fjármagn og skipulagsyfirvöld þurfa að vinna hraðar og þéttar að þessu öllu. Þetta er ekki fyrsta dæmið okkar. Við lentum í svipuðu dæmi upp í árskógum þar sem tafðist bygging þess hús sem við erum núna að ljúka um hálft ár og rúmlega það vegna skipulagsmála og lóðin var ekki tilbúin,“ segir hann.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Erfitt að fá verktaka í óhagnaðardrifin verk Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. 18. janúar 2019 19:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Erfitt að fá verktaka í óhagnaðardrifin verk Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. 18. janúar 2019 19:00